Campari Red hands Ísland

Keivan Nemati frá Campari.

Campari Red Hands kokteilakeppnin á Íslandi

10 frábærir keppendur mæta til leiks kl. 14:00 þriðjudaginn 28. maí á Petersen Svítunni! Þar munu þeir blanda drykk með innblástur frá hinum klassíska Negroni fyrir dómnefnd.

Fyrsti keppandi stígur stígur á stokk kl. 14:00 og munu keppendur blanda sína drykki hver eftir öðrum eftir það.

Sigurvegari verður krýndur 18:30 og eftir það verður bilað stuð og stemning, Dj Margeir þeytir skífum, grillið verður í gangi og æðislegir kokteilar á tilboði!

Barþjónaklúbbur Íslands hvetur sem flesta til þess að mæta og styðja sína barþjóna!

Þeir sem keppa eru:

Dagur Jakobsson

Gundars Eglitis

Kría Freysdóttir

Hrafnkell Ingi Gissurarson

Jacek Rudecki

Jakob Alf Arnarson

Leó Snæfeld Pálsson

Martin Cabejsek

Baldvin Mattes

David Hood

Hægt er að nálgast FB viðburð hér! (with english text)

Campari Red hands Ísland

Masterclass

,,Keivan Nemati mun halda námskeið sem snýst um „Vísindin á bak við bragð kokteilsins”

Námskeið þetta er ætlað barþjónum sem vilja dýpka skilning sinn á vísindalegri hlið bragðskynjunar og meðhöndlun hráefna, sérstaklega þegar unnið er með áfengi eins og Campari. Námskeiðið mun varpa ljósi á vísindalegar meginreglur um bragð og lyktarskyn, veita innsýn í hvernig þessi skynfæri sameinast til að mynda upplifun okkar af bragði. Við munum kanna líffærafræði lyktarkerfisins og bragðlauka, kafa í úrvinnslu heilans á bragði og ræða sameinda samsetningu ilmefna. Sérstök athygli verður beint að ilmefnum í Campari, sem gefur dýpri skilning á einstökum eiginleikum þess án þess að afhjúpa hinni leynilegu uppskrift. Með því að beita þessum vísindalegu innsýnum munu þátttakendur læra að bæta sig í kokteilagerð og tryggja að hver drykkur veiti eftirminnilega upplifun.

Um Keivan:

Keivan Nemati er vörumerkjafulltrúi fyrir Campari í Norður- og Austur-Evrópu. Ferill hans í bar bransanum hófst árið 2009 í London og einkennist hann af nýsköpun og djúpum skilningi á kokteilum. Keivan er útskrifaður frá The Drink Factory, fyrsta skapandi miðstöð sem notar rannsóknarstofubúnað í kokteilagerð, en Drink Factory er einnig frumkvöðullinn á bak við verðlaunabari eins og The Zetter Townhouse, Bar Termini, 69 Colebrook Row og Untitled Bar.

Hvar: Tipsý Bar & Lounge

Hvenær: 14:00-16:00 miðvikudaginn 29. maí”

Skráning fer fram í gegnum FB viðburð