Keppnin um hraðasta barþjóninn fór fram samhliða Aðalfundi Barþjónaklúbbs Íslands og var hún haldin í samstarfi við Mekka Wines & Spirits á Sæta Svíninu 21. nóvember síðastliðinn og var fullt út úr dyrum!

Hlaut þar sigurvegarinn veglegan bikar, fljótandi veigar og ferðainneign að andvirði 50.000kr.

30 keppendur skráðu sig til leiks sem er metskráning og þurftu þeir að útbúa 2 fernet branca skot, hella 2 Peroni bjórum og framreiða 1 hristan Bacardi Daiquiri á sem skemmstum tíma. 4 hröðustu komust í úrslit en þeir voru Martin Martin Cabejšek frá Vinnustofu Kjarvals, Aron Elí frá Punk, Jón Helgi Guðmundsson frá Sushi Social og Deividas Deltuvas frá Sæta Svíninu.

Úrslitin fóru svo fram í formi útsláttarkeppni þar sem tveir duttu út og komust þar með 2 keppendur í ofur-úrslit. Martin Cabejšek og Deividas Deltuvas kepptu um bikarinn þar sem Deividas sló út Martin og þar með endaði Deividas Deltuvas sem sigurvegari og hlaut þannig titilinn Hraðasti Barþjónninn. Hér má svo sjá nokkrar myndir frá viðburðinum.

Deiviadas, Teitur og Friðbjörn

Teitur, Deividas og Friðbjörn

Hraðasti Barþjónninn 2023

Deivias sigurvegari!

Hraðasti Barþjónninn 2023

Deividas

Hraðasti Barþjónninn 2023

Topp 3! Deividas, Jón Helgi og Martin

Hraðasti Barþjónninn 2023

Keppenda fundur

Hraðasti Barþjónninn 2023

Fullt að dyrum

Deiviadas

Deividas að sýna listir sínar

Hraðasti Barþjónninn 2023

Martin að sína listir sínar

Hraðasti Barþjónninn 2023

Mikil stemning

Hraðasti Barþjónninn 2023 Teitur R. Schiöth

Kynnir Kvöldsins

Hraðasti Barþjónninn 2023

Martin

Hraðasti Barþjónninn 2023

Dómari kvöldins, Elna María

Hraðasti Barþjónninn 2023