Á miðvikudaginn var haldin fyrsti fundur nýrrar stjórnar Barþjónaklúbbs Íslands. Stjórnarmeðlimir eru Teitur R. Schiöth, Elna María Tómasdóttir, Ivan Svanur Corvasce, Benjamín Reynir Jóhannsson, Svavar Helgi  Ernusson, Helgi Aron Ágústsson og Grétar Matthíasson. Á fundinum var rætt um framtíðarhorfur klúbbsins ásamt því að það var valið í stöðu varaforseta og ritara. Þá var ákveðið að Elna María Tómasdóttir muni gegna stöðu varaforseta og Ivan Svanur Corvasce Ritara með Teit R. Schiöth sem forseta eins og ákveðið var á seinasta aðalfundi. Helstu verkefni BCI á nýju ári er hátíðarkvöldverður klúbbs matreiðslumeistara þar sem meðlimir klúbbsins sjá framreiðslu á mat og drykk og svo auðvitað stærsti kokteila viðburður ársins Reykjavík Cocktail Weekend eða RCW. Árið 2023 markar 60 ára afmæli klúbbsins og verður því öllu tjaldað til í kringum hátíðina og Íslandsmeistarmótið sem fer fram í Gamla Bíó 29. mars – 2. apríl.

Stjórn Barþjónaklúbbs Íslands 2022-2023

Frá vinstri; Svavar, Ivan, Grétar, Teitur, Elna, Helgi og Benjamín