Heimsmeistaramót barþjóna fer fram í Róm á Ítalíu og hefst mótið í dag og stendur yfir til 2. desember næstkomandi.

Það er 17 manna sendinefnd sem kemur frá Íslandi á keppnina og fulltrúi Íslands er Grétar Matthíasson en hann hreppti íslandsmeistaratitilinn fyrr á þessu ári og vann sér um leið þátttökurétt í heimsmeistaramótið.

Grétar Matthíasson

Grétar Matthíasson

 

Grétar keppir með drykkinn sinn Candied Lemonade en hann inniheldur:
– Luxardo Limochello
– Grand marnier
– Ferskan sítrónusafa
– Heimagert síróp úr Xanté

Á Heimsmeistaramóti barþjóna koma fram keppendur frá 67 löndum sem etja kappi, keppt er í sex flokkum barmennsku:
– Before dinner cocktails, Spark­ling cocktails, Long drink cocktails, Low abv (kokteilar sem innihalda lágt innihald vínanda en samt sem áður ekki óáfengir), After dinner cocktails (flokkurinn sem Grétar keppir í).

Þrír efstu í þessum flokkum fara áfram í undanúrslit þar sem 15 keppa í lyktar- og bragðprófum, skriflegu prófi og hraðkeppni.

Þrír efstu komast síðan í úrslit þar sem er keppt í „Mystery basket“ og besti kokteillinn í þessari lokakeppni vinnur heimsmeistaratitilinn.

Myndir: Ómar Vilhelmsson

 

Sendinefnd Íslands á Heimsmeistaramótinu