
RCW 2019
Í gær fór fram undankeppni í Íslandsmótum Barþjóna í Gamla Bíói. Keppt var í Íslandsmóti Barþjóna eftir IBA reglum annarsvegar og þemakeppni sem að þessu sinni var Tom Collins gin keppni.
Þeir aðilar sem komust áfram í keppnunum eru:
Íslandsmeistaramót IBA:
Patrick Örn Hansen – PublicHouse
Patrekur Ísak – Nauthóll
Árni Gunnarsson – Soho
Tom Collins þemakeppni:
Sævar Helgi Örnólfsson – Sushi Social
Víkingur Thorsteinsson – Apótek
Emil Þór Emilsson – Sushi Social
Orri Páll Vilhjálmsson – Apótek
Gunnar Þormar – Slippbarinn
Einnig var tilkynnt um hvaða staðir komust áfram í keppninni um Reykjavík Cocktail Weekend drykkinn og voru það:
Public House
Pablo Discobar
Nostra
Miami
Jamie’s Italian
Allir þessir aðilar og staðir munu svo keppa til úrslita í Gamla Bíó á sunnudaginn 14. apríl og er frítt inn og allir velkomnir.
Fleiri myndir og vídjó hér!