Jólabolla Barþjónaklúbbs Íslands á Borg Restaurant!

Jólin, jólin, jólin koma brátt!
Þið vitið hvað það þýðir – tími til að fagna! Endilega komdu og taktu þátt í árlegu Jólabollukeppni Barþjónaklúbbs Íslands til styrktar Mæðrastyrsnefndar. Viðburðurinn verður haldinn á miðvikudaginn 20. desember á Karólínistofu á Borginni kl 20. Yfir 10 barir og veitingahús munu vera með sinn bás þar sem þeir munu gera allt sem í valdi sínu stendur til þess að þú smakkir jóladrykkinn þeirra. Þú getur styrkt með því að kaupa miða í dyrunum sem dugar svo fyrir drykk.

1 miði= 1.000 kr.
5 miðar= 4.000 kr.
10 miðar= 7.000 kr.

Allur ágóði kvöldsins rennur svo til styrktar Mæðrastyrksnefndar. Hafðu í huga að koma líka í flottustu/ljótustu jólapeysunni sem þú átt, þú gætir unnið eitthvað skemmtilegt! Hlökkum til að sjá ykkur, gleðileg jól ❤
Jólabolla Barþjónaklúbbs Íslands (BCI)