Það var mikil stemning í lokahófi Negroni Week 2023! Samtals safnaðist 476.036 kr. til Ljónshjartans!
Klakavinnslan sá um skipulaggningu á hátíðinni og hefur hún aldrei verið stærri!
Úrslit:
Besti óafengi Negroni: Oto með Negroni Placebo – 45ml Einiberja legið Lyre’s dry London spirit, 45ml appelsínu barkar legið Lyre’s italian orange, 10ml engifer sýróp, hrærður og skreyttur með appelsínusneið.
Besti Negroni: Skál! með Skál! Negroni – 45ml Himbrimi Winterbird, 30ml skessujurtar legið Campari, 15 ml Dolin Rouge, 15ml Antica Formula, sítrónubörkur kreistur yfir og skreyttur með dill blómi.
Besta ginið í Negroni: 64° Distillery Angelica Gin