Aðalfundur Barþjónaklúbbs Íslands og keppnin um hraðasta barþjóninn var haldin í gær með Pomp og Prakt á Sólon! Dagskrá fundarins fól m.a. í sér kosningu nýrra stjórnarmeðlima en einnig var valinn nýr forseti sem mun gegna embættinu út næsta ár. Byrjað var á því að kynna störf klúbbsins og var farið yfir viðburðaríku ferðina til Kúbu þar sem Íslandsmeistarinn hann Reginn Galdur Árnason keppti um heimsmeistaratitilinn.

Margir nýir meðlimir skráðu sig í klúbbinn og má þar með sjá að flóra íslenskrar barmenningu fer sífellt stækkandi.

Rætt var um framtíðarhorfur og verkefni klúbbsins en vakin var athygli á stærsta kokteila-viðburð ársins Reykjavík Cocktail Weekend, en sú mikla veisla verður haldin daganna 29. mars – 2. apríl þar sem Íslandsmeistarmótið fer fram og er því mikið í vændum.

Eftir stjórnarkosningar myndaðist ný stjórn sem inniheldur 7 stjórnarmeðlimi og 2 varamenn. Í stjórn verða því Teitur Riddermann Schiöth, Elna María Tómasdóttir, Grétar Matthíasson, Helgi Aron Ágústsson, Ivan Svanur Corvasce, Benjamín Reynir Jóhannson og Svavar Helgi Ernuson. Varamenn eru Adam Kapsa og Andri Dagur. Grétar Matthíasson steig til hliðar sem forseti en verður þó áfram í stjórn. Teitur Riddermann Schiöth tók við kyndlinum sem forseti og mun hann gegna því hlutverki út næsta stjórnarár.

Stjórn Barþjónaklúbbs Íslands 2022-2023