
Patrekur Ísak er Íslandsmeistari barþjóna 2019.
Mynd: Ómar Vilhelmsson
Hátíðin Reykjavík Cocktail Weekend (RCW) er lokið en hún hófst 10. apríl og lauk í kvöld með glæsilegri barþjónakeppni í Gamla Bíói.
Barþjónaklúbbur Íslands hafa veg og vanda að þessari árlegu kokteilahátíð í samstarfi við helstu veitinga- og skemmtistaði í Reykjavík.
Sjá einnig: Íslandsmót Barþjóna: úrslitin í undankeppnunum – Myndir og vídeó
Íslandsmót barþjóna
Í kvöld fór fram Íslandsmót Barþjóna í Gamla Bíói, þar sem þrír keppendur kepptu til úrslita eftir að hafa komist áfram í undankeppni sem haldin var 11. apríl s.l.
Úrslit urðu eftirfarandi:
1. sæti – Patrekur Ísak – Nauthóll
2. sæti – Árni Gunnarsson – Soho
3. sæti – Patrick Örn Hansen – PublicHouse
Fyrir fagleg vinnubrögð hlaut Patrekur Ísak.
Fyrir bestu skreytinguna hlaut Grétar Matthíasson, Íslandsmeistari Barþjóna 2018, en hann keppti í undanúrslitunum á fimmtudaginn s.l.
Keppt var eftir ströngustu IBA reglum.
Þemakeppni Tom Collins
Samhliða kokteilhátíðinni var haldin þemakeppni, sem að þessu sinni var Tom Collins gin keppni.
Úrslit:
1. sæti – Sævar Helgi Örnólfsson – Sushi Social
2. sæti – Emil Þór Emilsson – Sushi Social
3. sæti – Víkingur Thorsteinsson – Apótek
Fyrir fagleg vinnubrögð hlaut Johan Alexander Olsen Pálmason – Nauthóll
Fyrir bestu skreytinguna hlaut Emil Þór Emilsson
RCW drykkurinn 2019
Dómnefnd skipuð af Barþjónaklúbbi Íslands gekk á milli og smakkaði valda drykki af kokteilseðlum þátttökustaðanna nú í vikunni.
Það var Public House á laugaveginum sem sigraði og hlaut titilinn: Reykjavík Coctail Weekend drykkinn 2019
Besti barinn: 2018
Netkosning um besta kokteilbarinn 2018 fór fram og fékk Apótekið flest stig og hlaut þar með titilinn Kokteilbar ársins 2018