Dagana 11. – 15. mai 2021 fer fram mini útgáfa af Reykjavík Cocktail Weekend, net ráðstefna.
Þessa daga verða spennandi fyrirlestarar í boði fyrir þá sem hafa áhuga á drykkjum og barmenningu og vilja auka við þekkingu sína.
Samhliða netráðstefnunni þá verður fjöldinn allur af mini pop-up viðburðum á veitingastöðum víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu.
Jafnt innlendir sem og erlendir sérfræðingar munu miðla af þekkingu sinni og reynslu.
Vegna Covid-19 þá var Reykjavík Cocktail Weekend ekki haldin árið 2020 og má því segja að þessi net ráðstefna okkar sé sú hátíð, bara ári síðar og í smærra sniði.
Fyrirlestrarnir verða aðgengilegir hér á síðunni, sem og í appi.
Dagskrá ráðstefnunnar verður kynnt síðar.