Public House

Public House

Samhliða kokteilhátíðinni Reykjavík Cocktail Weekend (RCW) var haldin keppni um besta kokteilinn í samstarfi við helstu veitinga- og skemmtistaði í Reykjavík þar sem dómnefnd skipuð af Barþjónaklúbbi Íslands gekk á milli og smakkaði valda drykki af kokteilseðlum þátttökustaðanna.

Það voru 30 veitingastaðir sem kepptu og komust 5 kokteilar áfram í úrslit sem voru frá eftirfarandi stöðum:

– Apótek Restaurant

– Geiri Smart

– Út í bláinn

– Sushi Social

– Public House Gastropub

Úrslit voru kynnt í Gamla bíó rétt í þessu við hátíðlega viðhöfn og vinningsdrykkurinn sem hlýtur nafngiftina Reykjavík Cocktail Weekend drykkurinn 2018 kemur frá vinsæla veitingastaðnum Public House Gastropub.

Dómnefnd:

Andri Davíð Pétursson – Varaforseti Barþjónaklúbbs Íslands (BCI)
Alan Hudkins – Stjórnarmeðlimur BCI
Nonni Quest – Hárgreiðslumesistari og viskí sérfræðingur
Margét Gunnarsdóttir – Fyrrum Heimsmeistari í faglegum vinnubrögðum
Hafliði Halldórsson – Meistarakokkur og fyrrum forseti Klúbbs Matreiðslumeistara
Það er Barþjónaklúbbur Íslands sem ber veg og vanda af skipulagningu og framkvæmd hátíðarinnar.

Mynd af instagram síðu /publichousegastropub