Barþjónaklúbbur Íslands stendur fyrir hinni árlegu kokteilahátíð Reykjavík Cocktail Weekend í samstarfi við helstu veitinga- og skemmtistaði í Reykjavík dagana 29.mars – 02. apríl 2023

Hátíðin hefst miðvikudaginn 29. mars og stendur til sunnudagsins 2. apríl, þar sem henni lýkur með úrslitakeppni í Íslandsmóti barþjóna og keppni milli veitingastaða í kokteilgerð í Gamla Bíó.
Þetta árið verður hátíðin enn glæsilegri því Barþjónaklúbbur Íslands fagnar 60 ára afmæli í ár.

Opnað verður fljótlega fyrir skráningu veitingastaða og hvetjum við að sjálfsögðu sem flesta staði til þess að taka þátt í ár.