Reykjavík Cocktail Weekend fer fram dagana 6.-10. Apríl 2022. Að þessu sinni verður hátíðin heldur smærri í sniðum en árin fyrir Covid en aðalviðburður hátíðarinnar verður á sínum stað Í Gamla Bíó miðviikudaginn 6. apríl en þá fara fram Íslandsmót Barþjóna og vínkynningar frá helstu vínbirgjum landsins þar sem stefnur og straumar í barheiminum verða kynntar. 

Miðasala á kvöldið hefst föstudaginn 25. mars á Tix.is

Gamla Bíó opnar klukkan 17 þennan dag og hefst keppnin stundvíslega klukkan 18, við hvetjum sem flesta til þess að koma og fylgjast með barþjónum landsins keppa sín á milli og sjá og smakka það sem er að gerast í barheiminum.

Dagana í kringum hátíðina verða einhverjir veitingastaðir og barir með viðburði tengda hátíðinni sem og einhverjir fyrirlestrar verða í boði.

Nánari upplýsingar um barþjónakeppnirnar má nálgast hér að neðan:
Íslandsmót Barþjóna – Nánari upplýsingar