Stærsta kokteilahátíð Íslands, Reykjavík Cocktail Weekend verður haldin 3. – 7. Apríl!

Barþjónaklúbbur Íslands stendur fyrir þessari árlegu hátíð í samstarfi við alla helstu vínbirgja, veitingahús og bari Reykjavíkur.

Á meðan á hátíðinni stendur verða sérstakir Reykjavík Cocktail Weekend kokteila seðlar í boði á stöðunum sem taka þátt og verða þeir drykkir á sérstöku tilboðasverði.
Staðirnir munu bjóða uppá fjölda viðburða tengda hátíðinni sem eru öllum opnir.

Allar upplýsingar varðandi hátíðina má finna hér!

Hátíðin byrjar með pomp og prakt á miðvikudaginn 3. apríl í Hörpu með Reykjavík Cocktail Weekend Expo! Þar fer fram Íslandsmeistaramót barþjóna þar sem leitin af besta barþjón landsins hefst, ásamt vörukynningum allra helstu vínbirgja landsins. Húsið opnar klukkan 17:00 og er opið öllum þeim sem hafa áhuga á vínmenningu og kokteilum.
Þetta er kvöld sem þú vilt ekki missa af!

Nældu þér í miða hér!

Gróf Dagskrá hátíðarinnar lítur svona út:

Miðvikudagur:

 • RCW hefst formlega með Reykjavík Cocktail Weekend Expó í Hörpu,
  áætlað að kynningar hefjist klukkan 17:00

  • Undankeppni í Íslandsmeistaramóti Barþjóna (ICC)
  • Umboðsmenn með kynningar á vörum sínum
  • Eftirpartý TBA

Fimmtudagur:

 • Staðir með uppákomur í samstarfi við umboðsmenn
 • ,,Walk-Around’’ fyrir RCW drykk ársins 2024

Föstudagur:

 •  Staðir með uppákomur í samstarfi við umboðsmenn

Laugardagur:

 • Staðir með uppákomur í samstarfi við umboðsmenn
 • Úrslit í Íslandsmeistaramóti barþjóna
  • ,,Sensorial‘‘ og skriflegt próf

Sunnudagur:

 • Gamla Bíó
  • Úrslit í Íslandsmeistaramóti barþjóna: ,,Speed Round‘‘
  • Verðlaunaafhending
  • Kvöldverður og partý

Helstu samstarfsaðilar Reykjavík Cocktail Weekend 2024 sem verða með kynningu á allskonar góðgæti í fljótandi formi á RCW expo eru:

• Mekka Wines & Spirits
• Coca Cola European Partners
• Rolf Johansen & Co.
• Ölgerðin Egill Skallagrímsson
• Globus
• OG Natura
• Innnes

Hlökkum til að sjá ykkur!

RCW2024 Reykjavík Cocktail Weekend 2024