Keppnin um hraðasta barþjóninn fór fram samhliða Aðalfundi Barþjónaklúbbs Íslands og var hún haldin í samstarfi við Mekka Wines & Spirits á Sólon 28. nóvember síðastliðinn.

Hlaut þar sigurvegarinn veglegan bikar, fljótandi veigar og ferðainneign að andvirði 50.000kr.

14 keppendur skráðu sig til leiks og þurftu þeir að útbúa 2 skot, hella 2 bjórum og framreiða 2 kokteila á sem skemmstum tíma. 4 hröðustu komust í úrslit en þeir voru Richard Cookson frá Drunk Rabbit, Birkir Tjörvi Pálsson frá Sushi Social, Ivan Svanur Corvasce frá Reykjavík Cockails og Liv Sunneva Einarsdóttir frá Apótek.

Richard, Birkir Tjörvi, Liv Sunneva og Ivan Svanur

Richard, Birkir Tjörvi, Liv Sunneva og Ivan Svanur

Úrslitin fóru svo fram í formi útsláttarkeppni þar sem tveir duttu út og komust þar með 2 keppendur í ofur-úrslit. Richard Cookson og Birkir Tjörvi Pálsson kepptu um bikarinn þar sem Richard sló út Birki og þar með endaði Richard Cookson sem sigurvegari og hraðasti barþjónninn. Sjá má fleiri myndir frá viðburðinum hér fyrir neðan.