Metskráning er í Rumble in the Jungle kokteilkeppnina í ár sem er gerð í samstarfi við Jack Daniel’s.  Hátt í 50 barþjónar sendu inn uppskriftir til að taka þátt sem gerir þetta að einu að stærstu keppni ársins, þar af komust 10 barþjónar áfram eftir að dómnefnd Jungle var búinn að fara yfir uppskriftirnar og varð það gert nafnlaust til að gæta hlutleysis. Dómarnir töluðu um að þetta var erfitt val því mikið að flottum uppskriftum var skilað inn, sem sýnir bæði hvað þróunin í kokteilgeiranum hér heima er komin á flottan stað og komin á heimsmælikvarða.

Þeir 10 keppendur sem keppa til úrslita á miðvikudaginn næsta á Jungle Bar í stafrófsröð eru:

  • Aron Ellertsson – Tipsý
  • Atli Baldur – Tipsý
  • Benjamín Reynir – Rvk Cocktails
  • Daníel Kava – Sushi Social
  • Darri Már – Oto
  • Edda Becker – Fjallkonan
  • Jakob Arnarson – Kokteilbarinn
  • Kría Freys – Tipsý
  • Martin Cabejsek – Kjarval
  • Sævar Helgi – Tipsý

Jungle bar og Mekka Wines & Spirits vona að sem flestir veitingamenn mæta á miðvikudaginn á Jungle Bar til að hvetja keppendurnar. Viðburðurinn byrjar kl.19.00 og fyrstu keppendur fara upp á svið kl.20.00. Hafa kokteilsérfræðingar Jungle Bar gert skemmtilegan Jack Daniel´s kokteilsseðil sem verður á bransatilboði og mun DJ Simon Fkndsm sjá um tónlistina út kvöldið svo þetta verður alvöru bransapartý.

Rumble in the Jungle

Rumble in the Jungle