Barþjónaklúbbur Íslands og Samtök Íslenskra Eimingarhúsa kynna!

Barlady keppnin á Íslandi! Skráning hafin!

Alþjóðlega Barlady keppnin fyrir konur og kvár verður haldin í fyrsta sinn í Aþenu 8. og 9. mars og leitar Barþjónaklúbbur Íslands (BCI) og Samtök Íslenskra Eimingarhúsa (SÍE) af framúrskarandi barþjóni sem getur tekið þetta alla leið!

Forkeppni verður haldin hér á Íslandi þar sem farið verður í ,,Walk-Around” 13. febrúar í leit af besta drykknum. Sigurvegarinn fer svo fyrir hönd Íslands og keppir í Aþenu 8. og 9. mars.

Heimasíðu keppninnar og frekari upplýsingar varðandi keppnina úti má finna hér!

Reglur keppninnar eru einfaldar:

  • Keppnin er eingöngu fyrir konur og kvár
  • Keppendur fá úthlutað Eimingarhúsi eftir skráningu og þurfa að nota vöru frá þeim aðila í forgrunni kokteilsins
  • Aðilar af Samtökum Íslenskra Eimingarhúsa eru:
  • Keppandi reiðir fram 2 drykki af sömu sort á heimavelli fyrir dómarar.
  • Gengið verður á milli vinnustaða keppenda mánudaginn 13. febrúar (,,Walk-Around”).
  • Þeir keppendur sem eiga ekki vinnustað í Reykjavík verður boðið að reiða fram sína kokteila á Spritz Venue á rauðarárstíg.
  • Gefið verður út tímaplan fyrir ,,Walk-Around” með nokkra daga fyrirvara.
  • Dómarablað verður gefið út síðar fyrir keppendur svo að þeir geti undirbúið sig.

Allar spurningar beinist á netfangið bar@bar.is


Skráðu þig hér!