Barþjónaklúbbur Íslands stendur fyrir hinni árlegu kokteilahátíð Reykjavík Cocktail Weekend í samstarfi við helstu veitinga- og skemmtistaði í Reykjavík dagana 10. – 14. apríl 2019.

Hátíðin hefst miðvikudaginn 10. apríl og stendur til sunnudagsins 14. apríl, þar sem henni lýkur með úrslitakeppni í Íslandsmóti barþjóna og keppni milli veitingastaða í kokteilgerð í Gamla Bíó.

Opið er fyrir skráningu fyrir veitingastaði og hvetjum við að sjálfsögðu sem flesta staði til þess að senda inn umsókn.