Úrslit í Íslandsmótum Barþjóna fóru fram í Gamla Bíó sunnudaginn 2. apríl 2023, þar var keppt í þremur keppnum og voru úrslitin kunngjörð á Galakvöldi Barþjónaklúbbs Íslands.

 

Reykjavík Cocktail Weekend drykkur ársins: 
Jungle með drykkinn Flower Powerbomb

 

Íslandsmót Barþjóna – IBA 
1. sæti: Grétar Matthíasson frá Blik Bistro með drykkinn Sykraða Sítrónan
2. sæti: Deividas Deltuvas frá Sæta Svíninu með drykkinn Sweet Sweet Lovin’
3. sæti: Reginn Galdur frá Nauthól með drykkinn Pink Floyd
Fagleg vinnubrögð: Grétar Matthíasson
Besta skreytingin: Grétar Matthíasson

 

Gin&Galdrar – Þemakeppni 
1. sæti: Sævar Helgi Örnólfsson frá Tipsy með drykkinn Ace of Spades
2. sæti: Patrick Örn Hansen frá Gaia með drykkinn About Thyme
3. sæti: Andri Dagur frá Borg restaurant með drykkinn Golden Brown
Fagleg vinnubrögð:   Andri Dagur
Besta skreytingin:  Sævar Helgi Örnólfsson
Kokteilbar ársins 2023 
Apótek

 

Barþjónaklúbburinn fagnar 60 ára afmæli í ár og því var öllu tjaldað til, erlendir gestir heiðruðu okkar og nutum við aðstoðar þeirra við Reykjavík Cocktail Weekend.

Andrew Watson – Heimsmeistari í Kokteilagerð fyrir Svíþjóð
CH Ridderstråle – forseti barþjónasambands Svíþjóðar
Greta Grönholm – forseti barþjónasambands Finlands
Liina Rätsep – forseti barþjónasambands Eistlands
Vyachevslav Ilichev – varaforseti barþjónasambands Eistlands
Laur Ihermann – stjórnarmeðlimur barþjónasambands Eistlands og fyrverandi heimsmeistari í kokteilagerð
Nico Välimäki – Flair meistari frá Finnlandi